PRENTMET SUÐURLANDS

1. ágúst 2006 keypti Prentmet Prentsmiðju Suðurlands á Selfossi og breyttist þá nafnið í Prentmet Suðurlands. Hjá Prentmeti Suðurlands vinna níu starfsmenn. Prentsmiðjustjóri er Örn Grétarsson. Boðið er uppá alla almenna prentþjónustu þar sem hraði, gæði og persónuleg þjónusta eru einkunnarorðin. Prentsmiðjan gefur út Dagskránna sem er öflugt frétta- og auglýsingablað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki á Suðurlandi. Örn Guðnason er ritstjóri Dagskrárinnar. Prentmet Suðurlands er til húsa við Eyrarveg 25 á Selfossi. Símanúmerið er 482-1944 og netfangið selfoss@prentmet.is

Opnunartímar

Mánudag – fimmtudag 08:00-16:30

Föstudaga 08:00-16:00

Loka á laugardögum og sunnudögum