Silfur verðlaun Sappi 2008, Ársskýrslur: Alfesca

Árið 2008 vann prentsmiðjan Prentmet silfur verðlaun hjá Sapp. Sappi er stærsti framleiðandi heimsins á húðuðum pappír. Þessi alþjóðlegu verðlaun eru viðurkenning á þeirri gæða prentvinnslu sem er sambærileg við bestu prentgripina á heimsmælikvarða.

 

Eftirfarandi er fagleg úttekt Sappi dómnefndarinnar: 

Ársskýrslan árið 2007 hjá Alfesca, heildsali með ferskan og reyktan fisk, sjávarrétti og önnur fersk matvæli, var hönnuð af AP Almannatengsl. Prentsmiðjan Prentmet notuðu slembirasta til að prenta skýrsluna á 170 og 300g/m2 Magno Satin pappír frá Sappi og notuðust við fjögurrra lita offset arkarprentun með vatnslakki. Pappírsheildsalinn Hvítlist í Reykjavík flutti inn pappírinn sem var skjannahvítur, með góðu ógagnsæi og sérstaklega sléttu yfirborði sem gerði Prentmet kleift að ná frábærri eftirmynd af litum og áferð frá vörum fyrirtækisins ásamt góðum læsileika í textasíðum skýrslunnar. Dómararnir höfðu fram sérstök ummæli um að með því að nota slembirasta hafi prentsmiðjan framleitt afar snyrtilegt verk með mjög fersklega útlítandi myndum sem pössuðu einstaklega vel saman á móti hver annari.