Vélarstærðir

Prentmet státar af einum nýjasta búnaði sem um getur í íslenskum prentiðnaði. Fullkominn búnaður, ásamt frábæru fagfólki sem leggur allan sinn metnað í vel unnið verk, tryggir prentgæði. Arkavélar, sem prenta allt að sex liti í einu ásamt 2 tegundum af lakki í sömu umferðinni, og einfaldari vélar sem prenta einn til tvo liti í sömu umferð gefa Prentmet þann sveigjanleika sem þarf til að veita sem besta þjónustu og mestu gæði. Hágæða litprentun á vandaðan pappír, listaverkabækur, bæklingar fyrir auglýsingastofur, einstaklinga og fyrirtæki ásamt öflugri framleiðslulínu fyrir umbúðir. Allt þetta og meira til þegar þú velur Prentmet. Prentmet hefur yfir að ráða 12 prentvélum. Fyrirtækið hefur einsett sér að bjóða ávallt upp á það nýjasta sem er í boði hverju sinni.

 

Roland 706  prentar sex liti í einni og sömu umferðinni ásamt því að lakka með tveimur gerðum lakktegunda. Vélin er búin fullkomnu lakkkerfi bæði fyrir vatnslakk og UV lakk. UV lakkið er háglanslakk og hentar mjög vel í hvers kyns prentgripi sem sýna eiga það besta sem völ er á í prentun nútímans. Roland 706 er búin öflugum þurrkbúnaði sem styttir framleiðslutímann til muna. Vélin getur prentað allt frá 80 gr. pappír til 1,2 mm. bylgjupappa/bjórmottuefni.

Einnig er hægt að prenta með hybryd litum, og er Roland 706 eina vélin á landinu sem býður upp á slíkan möguleika. Hægt er að fullvinna verk um leið og prentvélin klárar verkið .

Gjörið t.d. fyrir óhúðað efni eins og Munken pappír og gróf efni þar sem litir þorna vanalega mjög hægt.

-Stærsta arkarstærð er 740×1040 mm.

 

Roland 704 prentar fjóra liti annars vegar í einni umferð eða tvo liti beggja vegna í sömu umferð. Vélin hefur sama prentformat og boðið er upp á í Roland 706.
– Stærsta arkarstærð er 740×1040 mm .

Roland 305 er prentvél sem prentar fimm liti annars vegar í sömu umferðinni og fjóra liti annars vegar og einn hins vegar eða þrjá liti annars vegar og tvo hins vegar á örkina í sömu umferðinni.
– Stærsta arkarstærð er 590×740 mm .

Speedmaster 52 er 5 lita hágæða prentvél
– Stærsta arkarstærð er 360×520 mm.

Einnig prýða prentsali Prentmets Heidelberg eins og tveggja lita prentvélar til prentunar á smærri verkefnum, s.s. reikningum, bréfsefnum, umslögum ofl. ásamt Heidelberg Cylinder til stönsunnar, fellinga ofl. og Dígul-vélar sem eru ómissandi í hverri prentsmiðju.

Ricoh Pro C7100 sem er ein af nýjustu stafrænu prentvélunum frá Ricoh. Vélin prentar allt að 90 bls. á mínútu í miklum gæðum.
Ólík öðrum stafrænum prentvélum að því leyti að hún býður upp á 5 litinn sem getur verið hvítur eða glær, þannig að auðvelt er að prenta á litaðan pappír.

Stærsta prentformatið er 33 x 70 cm. Vélin ræður við að prenta á allt að 350 g/m pappír beggja vegna. Hún prentar í allt að 1200 x 4800 dpi upplausn sem tryggir mikil prentgæði. Hægt er að prenta á bæði húðaðan og óhúðaðan pappír. Mjög öflugur skanni er á vélinni en hann afkastar allt að 220 bls. á mínútu beggja vegna.

Indigo sem er stafræn prentvél með arkarformatið 46 x 32 cm. Vélin prentar á 80 – 350 gr. pappír og skilar mjög sambærulegum prnetgæðumog offsetprentvélar.

Uninet sem er ný stafræn límmiðaprentvél sem prentar á allar tegundir límmiða. Sker og stanzar og skilar frá sér á rúllum.

Rena
 er stafræn nafnaáritunarvél.
– Hámarks þykkt verksins getur verið allt að 8 mm. Hámarks breiddin má vera 30 cm og hámarks hæð verksins 32 cm. Einnig er hægt að árita á einblöðunga í allt að A3.

Hjá okkur er einnig fjöldi annarra prentvéla sem nauðsynlegt er að hver prentsmiðja hafi undir sínu þaki.

Prófaðu hraðann – gæðin fylgja með!