RGB

Með samblöndun þriggja lita er hægt að búa til fjölda nýrra lita. Þeir litir sem hægt er að nota til þess að mynda aðra liti eru nefndir frumlitir. Gróflega má segja að til séu tvær litsamblöndunar aðferðir: samlæg og frádræg.

Frumlitir samlægu litablöndunar aðferðarinnar eru: rauður, grænn og blár (R, G, B). þessi litablöndunar aðferð er notuð t.d. í sjónvarps- og tölvuskjám, við sviðslýsingu og víðar þar sem unnið er með ljós sem berst frá einhverjum ljósgjafa. Stafrænar myndavélar, skannar og videotökuvélar nota samlæga litblöndunaraðferð og skila því myndum þar sem litir eru skilgreindir með RGB tölugögnum. Tölvuskjáir byggja einnig á samlægri litblöndunaraðferð og því eru allir litir sem við sjáum á tölvuskjánum okkar (og reyndar líka í sjónvarpinu) RGB litir. Það er hinsvegar ekki hægt að nota RGB liti þegar á að prenta liti á eitthvart yfirborð, eins og pappír. Til þess þarf að nota annarskonar litblöndunar aðferð.

Við mælum með notkun Adobe RGB frekar en sRGB prófílsins. Það er einfaldlega vegna þess hversu miklu breiðara litasvið Adobe RGB prófíllinn hefur miðað við hinn. Samanburðinn má sjá á myndinni hér á hægri hönd.

Nánari upplýsingar um litstýringu
Hlaða niður RGB litaprófíl