Litstýring

Litstýring

Litstýring

Litstýring (Color management) er aðferð til þess að koma litupplýsingum óbrengluðum í gegnum vinnsluferli prentgripa þannig að útkoman sé stöðug og fyrirsjáanleg. Litstýring er mjög mikilvæg í nútíma vinnsluumhverfi og það er nauðsynleg að þekkja grundvallar atriði varðandi litstýringar til þess að ná viðunandi árangri.

Ástæðan fyrir því að litstýring er nauðsynleg er einfaldlega sú að þegar unnið er með liti í tölvum eins og gert er í dag, er í raun aðeins verið að vinna með tölugögn sem skilgreina litina. Hvert og eitt tæki túlkar þessi tölugögn á sinn sérstaka máta. Til þess að tryggja að ekki verði of miklar breytingar á útkomu þegar við færum tölugögnin milli þeirra fjölmörgu tækja sem oftast koma við sögu í vinnslu prentgripa þarf að afla upplýsinga um það hvernig hvert einstakt tæki meðhöndlar tölugögnin og vinna gegn breytingum gagnanna. Þetta er gert með því að búa til svokallaða prófíla fyrir hvert og eitt tæki en prófíll er í raun tölvuskrá sem inniheldur upplýsingar um það hvernig tækið meðhöndlar litupplýsingar. Með því að hafa hvert tæki sem við sögu kemur í framleiðsluferlinu rétt stillt og með því að búa til nákvæman prófíl af hverju tæki má tryggja að litupplýsingarnar sem sendar eru af stað inn í vinnsluferlið breytist eins lítið og tæknilega er mögulegt og jafnframt er hægt að tryggja að notandinn geti séð nokkurn veginn fyrir hvaða breytingar muni eiga sér stað þannig að lokaútkoman komi ekki á óvart.

Hlaða niður RGB og CMYK litaprófílum