FTP svæði

Prentmet er með FTP svæði fyrir viðskiptavini til að hlaða inn prentskjölum. FTP svæðið er varið að því leyti að gestir svæðisins geta aðeins hlaðið inn efni en ekki sótt svo ómögulegt er fyrir fyrirtæki að skoða annarra prentskjöl.

Viðskiptavinir geta fengið úthlutað sínu eigin svæði á FTP þjóninum þar sem þeir einir geta séð skjölin sín (fyrir utan starfsmenn Prentmets). Til að fá eigið notendasvæði skal senda beiðni á gunnar@prentmet.is.

Viðskiptavinir sem eru ekki með notendaaðgang geta notast við almenna svæðið fyrir gesti. Þar er aðeins hægt að hlaða inn skjölum en hvorki hægt að sjá né opna skjöl sem eru fyrir inni.

SMELLTU HÉR TIL AÐ TENGJAST FTP ÞJÓN PRENTMETS

Vinsamlegast látið sölumann vita að gagnaflutningi loknum.

LEIÐBEININGAR UM NOTKUN Á FTP SVÆÐI:

Vefviðmót:

 • Opnaðu http://ftp.prentmet.is/
 • Skráðu þig inn með notendanafni og lykilorði eða smelltu á „Innskráning – Gestir“ til að nota almenna svæðið
 • Eftir innskráningu velur þú hnappinn senda inn gögn
 • Smelltu á Velja viðeigandi skrár og vafraðu eftir skjalinu þínu
 • Smelltu á Hefja sendingu þegar skrá hefur verið valin
 • Sendingu er ekki lokið fyrr en kerfið tilgreinir að henni sé lokið

FTP forrit:

 • Búðu til nýtt FTP svæði í FTP forritinu þínu
 • Skráðu inn ftp.prentmet.is undir server/vél
 • Notaðu venjulega auðkenningu + notendanafn og lykilorð ef þú átt það – Annars nafnlausa auðkenningu
 • Vistaðu ftp svæðið hjá þér í forritinu
 • Veldu tengjast

Leiðbeiningar fyrir MAC notendur

 • Opnaðu Go valmyndina og veldu Connect to server
 • Einnig er hægt að velja slaufa+K
 • Sláðu inn í Server Address ftp://ftp.prentmet.is/
 • Veldu Connect
 • Dragðu skjölin inná FTP serverinn í möppu sem heitir FTP-sendingar

Leiðbeiningar fyrir Windows notendur

Með My computer í Windows XP

 • Opnaðu My computer glugga
 • Sláðu inn ftp.prentmet.is í address bar og veldu enter
 • Afritaðu gögnin af tölvunni þinni yfir á rót ftp svæðisins 

Með Computer í Windows Vista

 • Opnaðu Computer glugga
 • Sláðu inn ftp.prentmet.is í address bar og veldu enter
 • Afritaðu gögnin á tölvunni þinni yfir á rót ftp svæðisins.

Með Internet Explorer 7 og 8

 • Opnaðu Internet Explorer glugga
 • Sláðu inn ftp.prentmet.is í address bar og veldu enter
  (Þér birtist þá hvítur textagluggi með fyrirsögn FTP root)
 • Veldu Page takkan í efra hægra horni Internet Explorer
 • Veldu úr valmyndinni Open FTP site in Windows Explorer
 • Afritaðu gögnin af tölvunni þinni yfir á rót ftp svæðisins

Algengar spurningar:

Spurning: Hvernig afrita ég gögnin af tölvunni minni yfir á rót ftp svæðisins?
Svar: Þú getur annað hvort dregið skjölin af tölvunni þinni yfir á FTP gluggann og sleppt þeim þar eða þá með því að velja copy á skjölin þín og hægri smella á autt svæði í FTP glugganum og velja paste þar.

Spurning: Eru gögnin mín örugg inná FTP svæðinu?
Svar: Já. Gestir geta aðeins afritað gögn inná FTP svæðið en ekki náð í gögn af því.

Spurning: Ég opnaði FTP svæðið ykkar í Internet Explorer en sé bara texta og linka, get ekkert afritað inná svæðið.
Svar: Skoðaðu leiðbeiningar með Internet Explorer 7 og 8. Opna þarf FTP svæðið í My Computer til að geta sent inn skjöl.