Entries by vefstjori

2.200 ný störf – Samningur undirritaður hjá Prentmet í morgun

Í morgun var undirrituð samstarfsyfirlýsing ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og atvinnurekenda um nýtt átaksverkefni gegn atvinnuleysi. Undirritun fór fram hjá Prentmeti, Lynghálsi í Reykjavík en um er að ræða samstarfsyfirlýsingu milli velferðarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins, Vinnumálastofnunar, VIRK starfsendurhæfingar-sjóðs  og Starfs vinnumiðlunar […]

Glæsiverk prentað í Prentmet – Akranes heima við hafið

Glæsileg listaverkabók „Akranes heima við hafið“ eftir Baska – Bjarna Skúla Ketilsson er komin út.  Bókin er prentuð í Prentmeti en gefin út af honum sjálfum.  Baski er borinn og barnfæddur Akurnesingur.  Í þessari bók hefur Baski málað myndir sem hann lýsir sem hversdagsupplifun frá æskuárum sínum á Akranesi.      Góð lýsing er á […]

Dagbók með almanaki 2018

Dagbók með almanaki er tilvalin í skipulagið og hentar einstaklega vel í heimilisbókhaldið. 12 síður eru sérstaklega ætlaðar í að halda utan um tekjur og gjöld mánaðanna.   Dagbók með almanaki hefur skapað sér fastan sess hjá Íslendingum frá upphafi útgáfu árið 1938. Dagbókin er snyrtilega upp sett, gormuð í A5 stærð, með viku á hverri opnu […]

Framkvæmdabókin 2018

„Eitt stærsta vandamálið sem snýr að fyrirtækjum í dag er að hlutir sem eiga að gerast, gerast ekki og verkefni fara af stað en deyja út, vegna þess að málum er ekki fylgt eftir.“– R. Charan   Gefðu því starfsmönnum þínum, „eitthvað meira en dagbók“, gefðu þeim Framkvæmdabókina 2018, tæki sem hjálpar þeim að fylgja […]

Svanurinn lentur á Akranesi

Prentmet Vesturlands á Akranesi hefur nú fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum. Í hófi sl. föstudag afhenti Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Þórði Elíassyni, prentsmiðjustjóra Svansleyfið. Auk Kristínar Lindu tóku til máls Þórður Elíasson prentsmiðjustjóri, Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri á Akranesi og eigendur Prentmets, hjónin Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og […]

Glæsiverk um líf og list Arngunnar Ýrar

Út er komin glæsileg bók um líf og list myndlistarkonunnar Arngunnar Ýrar, en bókin er prentuð hér í Prentmeti.  Höfundar hennar ásamt Arngunni Ýr eru John Zarobell, frá nútimalistasafni San Fransiskó, Stephan Jost, Maria Porges, Enrique Chagoya, Jón Proppé og Shauna Laurel Jones. Þýðandi er dr. Þuríður Rúrí Jónsdóttir, ljósmyndarar Bára Kristinsdóttir, Ívar Brynjólfsson og […]