Prentmet Logo

Bækur

Nafn:* Tölvupóstur:* Sími:* Vara: Lýsing: Fyrirtæki: Upplag:*

Fá tilboð

Ætlar þú að gefa út bók og vantar þig aðstoð?

 

Við hér í Prentmeti státum af úrvals fagfólki, sem er sérhæft, þjálfað og menntað í hönnun, umbroti, prentun og bókbandi á bókinni þinni. Bókaprentun er vandmeðfarið ferli þar sem huga þarf að hagkvæmni og fallegu og sölulegu útliti. Við kappkostum að veita þér bestu þjónustu og leiðsögn og að skila þér góðum bókum. Meðal verkefna sem hafa verið unnin hjá okkur eru listaverkabækur, ævisögur, fræðibækur, skáldsögur, ljóðabækur, dagbækur og fleira. Stolt okkar eru listaverkabækurnar sem við höfum prentað, en þær krefjast bæði hágæða prentunar og fallegs og vel unnins bókbands.

 

Bókavinnsla okkar gefur mikla möguleika. Við bjóðum alhliða bókavinnslu í fullkominni framleiðslulínu. Hvort sem það eru kiljur eða harðspjaldabækur, litlar eða stórar bækur, þá leysum verkið vel af hendi. Við bjóðum einnig frumlega unnar kápur með ýmiskonar lakkáferð, hlutalökkun, upphleypingu, þrykkingu, gyllingu og stönsun. Við höfum jafnan mikið úrval af pappír og bókbandsefnum.

 

Viðskiptastjórar okkar aðstoða þig fúslega við að finna réttu lausnina fyrir bókina þína.

 

Hagnýtar upplýsingar
um prentun bóka
Valmöguleikar
Afgreiðslutími Leitið upplýsinga
Prentun Offset prentun
Stafræn prentun
Algengur pappír 100-170gr. Satin
100-170gr. Zigler
100-170gr. Munken
Algengar stærðir Crown (12,4x18,2cm)
Tvöf. Crown (18,4x24,5cm)
Demy (13,7x21,1cm)
Din A5 (14,4x20,6cm)
Royal (15,3x23cm)
Super Royal (17x24cm)
A4 (21x29,7cm)
A5 (14,8x21cm)
Útfærslur Harðspjaldakápa klædd bókbandsefni
Harðspjaldakápa klædd álíming
Kilja

Saumaðar bækur
Fræstar bækur
Gormabækur
Viðbótarþjónusta Heillökkun
Hlutalökkun (Spot)
Laminering (Plöstun)
Upphleyping
Gylling
Þrykking

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson