20121102 UngAollumAldriGuðrún Bergmann fagnaði bók sinni, UNG Á ÖLLUM ALDRI, í Heilsuhúsinu í Kringlunni 31. október sl. Bókin er prentuð hér hjá Prentmeti og gefin út af Grænum hælum ehf. Ritstjóri hennar er Guðjón Bergmann, Vera Pálsdóttir sá um ljósmyndir, og Birna Geirfinnsdóttir og Lóa Auðunsdóttir sáu um hönnun. Bókin fjallar um hvernig við getum bætt líf okkar með góðri næringu og hreyfingu. Hallgrímur Þ. Magnússon læknir sá um læknisfræðilegan yfirlestur.

 

,,UNG Á ÖLLUM ALDRI veitir þér innsýn í hvað þú getur gert með hækkandi lífaldri til að auka eigin lífsgæði og fá meira út úr lífinu. Í bókinni er að finna ráðleggingar um ótal leiðir sem fara má til að styðja og styrkja hin ýmsu kerfi líkamans, upplýsingar um hvaða bætiefni er gott að taka fyrir hvert þeirra, ráðleggingar um mataræði sem dregur úr hættu á ýmsum aldurstengdum sjúkdómum og umhirðu hárs og húðar. Einnig er fjallað um mikilvægi þess að njóta góðs kynlífs eins lengi og orka og áhugi leyfir, um streituþáttinn sem getur leitt til alvarlegra sjúkdóma og  um mátt og mikilvægi fyrirgefningarinnar. UNG Á ÖLLUM ALDRI er í raun full af upplýsingum um ótal sjálfshjálparleiðir sem þú getur nýtt þér til að eiga orkumeira og innihaldsríkara líf“, eins og segir á kápu bókarinnar.

 

Við hér hjá Prentmeti óskum Guðrúnu til hamingju með þessa glæsilegu og áhugaverðu bók sem líkleg er til þess að lenda í mörgum jólapakkanum í ár.

 

Sjá frétt á mbl.is