Prentmet Logo

Vélarstærðir

Prentmet státar af nýjasta búnaði sem um getur í íslenskum prentiðnaði. Fullkominn búnaður, ásamt frábæru fagfólki sem leggur allan sinn metnað í vel unnið verk, tryggir prentgæði. Arkavélar, sem prenta allt að sex liti í einu ásamt 2 tegundum af lakki í sömu umferðinni, og einfaldari vélar sem prenta einn til tvo liti í sömu umferð gefa Prentmet þann sveigjanleika sem þarf til að veita sem besta þjónustu og mestu gæði. Hágæða litprentun á vandaðan pappír, listaverkabækur, bæklingar fyrir auglýsingastofur, einstaklinga og fyrirtæki ásamt öflugri framleiðslulínu fyrir umbúðir. Allt þetta og meira til þegar þú velur Prentmet. Prentmet hefur yfir að ráða 12 prentvélum. Fyrirtækið hefur einsett sér að bjóða ávallt upp á það nýjasta sem tæknin leyfir.
Roland 706
er nýjasta prentvélin í flotanum. Hún prentar sex liti í einni og sömu umferðinni ásamt því að lakka með tveimur gerðum lakktegunda. Vélin er búin fullkomnu lakkkerfi bæði fyrir vatnslakk og UV lakk. UV lakkið er háglanslakk og hentar mjög vel í hvers kyns prentgripi sem sýna eiga það besta sem völ er á í prentun nútímans. Roland 706 er búin öflugum þurrkbúnaði sem styttir framleiðslutímann til muna. Vélin getur prentað allt frá örþunnum pappír til bylgjupappa.

-Stærsta arkarstærð er 740x1040 mm.

 


Roland 704
prentar fjóra liti annars vegar í einni umferð eða tvo liti beggja vegna í sömu umferð. Vélin hefur sama prentformat og boðið er upp á í Roland 706.

- Stærsta arkarstærð er 740x1040 mm .


Roland 305 er prentvél sem prentar fimm liti annars vegar í sömu umferðinni og fjóra liti annars vegar og einn hins vegar eða þrjá liti annars vegar og tvo hins vegar á örkina í sömu umferðinni.

- Stærsta arkarstærð er 590x740 mm .


Roland 105 er fimm lita vél.
- Stærsta arkarstærð er 480x660 mm.


Speedmaster 52
er ný 5 lita hágæða prentvél

- Stærsta arkarstærð er 360x520 mm.


Einnig prýða prentsali Prentmets Roland Practica tveggja lita prentvél og Heidelberg GTO prentvél til prentunar á smærri verkefnum, s.s. reikningum, bréfsefnum, umslögum ofl. ásamt Heidelberg Cylinder til stönsunnar, fellinga ofl. og Dígul-vélar sem eru ómissandi í hverri prentsmiðju.Xeikon DCP/50D er fullkomin stafræn prentvél sem prentar á 50 cm breiðar rúllur - fjóra liti beggja vegna í sömu umferðinni. Stafræn prentun hentar einkar vel í smáum upplögum þar sem hraðinn er hafður í fyrirrúmi.
- Prentflötur getur verið allt að 47,5x1100 cm.


DocuTech 6135 er s/h stafræn prentvél með heftingu, límingu á kjöl, broti og skurði.
- Stærsta arkarstærð er 43,2x36,2 cm.


Xerox 3535
er stafræn prentvél.

- Stærsta arkarstærð 30,5x44 cm.Rena
er stafræn nafnaáritunarvél.
- Hámarks þykkt verksins getur verið allt að 8 mm. Hámarks breiddin má vera 30 cm og hámarks hæð verksins 32 cm. Einnig er hægt að árita á einblöðunga í allt að A3.

Hjá okkur er einnig fjöldi annarra prentvéla sem nauðsynlegt er að hver prentsmiðja hafi undir sínu þaki.

Prófaðu hraðann - gæðin fylgja með!

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson