Skil á prentverkum

Huga þarf að mörgu áður en skilað er prentverki tilbúnu til prentsmiðju.

 •     Ef þú sendir verkið á diski, hvort sem það er CD eða minnislykill
  merktu diskinn með nafni verksins, nafni eiganda og símanúmeri.
 •     Láttu letur (fonta) ávallt fylgja með verkinu.
 •     Vistaðu myndir í CMYK-litum.
 •     Vistaðu skannaðar myndir í JPG, EPS eða TIFF-sniði.
 •     Vistaðu tölvuteiknaðar myndir í 300dpi.
 •     Láttu allar myndir fylgja með skjalinu (JPG, TIFF og EPS).
 •     Sendu lokapróförk með skjalinu.
 •     Notaðu helst þau forrit sem við mælum með.
 •     Hafðu ekki önnur skjöl á diskinum en þau sem á að prenta
  og alls ekki fleiri en eina útgáfu af hverju skjali.
 •     Að lokum: Leitaðu upplýsinga hjá prentsmiðju um hluti
  sem þú ert ekki viss um áður en hafist er handa.
  Eitt símtal getur sparað mikið fé og fyrirhöfn.

Skil á gögnum inn til vinnslu

 •     Ef texti er á Word formi og myndir með í skjalinu þarf að
  skila inn myndunum líka á jpg, tif, eps eða því formi sem
  þær eru með textanum
 •     Ef skanna þarf inn myndir eru ljósrit og tölvuútprentaðar
  myndir verri en ljósmyndir eða filmur.
 •     Myndir af netinu eru oft ónothæfar.
 •     Digital myndir þurfa að vera í hárri upplausn.