Litmyndir í prentun

Litmyndir í prentun

Litmyndir í prentun byggjast upp á 4-lit CMYK

Stafrænar myndavélar, skannar og önnur slík tæki nema og skrásetja litupplýsingar sem RGB tölur. Til þess að geta prentað myndir á pappír þarf hinsvegar að nota CMYK liti. Það þarf því að breyta öllum myndum sem við skönnum eða tökum á stafrænar myndavélar úr RGB í CMYK. Það er mikilvægt að þessi umbreyting fari fram á réttan hátt ef ætlunin er að ná eins góðrui útkomu úr prentun og kostur er. Það ætti hinsvegar að hafa það í huga að það er tæknilega ómögulegt að prenta alla þá liti sem hægt er að fanga með t.d stafrænum myndavélum. Það er einfaldlega eðlisfræðileg staðreynd að við getum prentað miklu færri liti en tæki eins og stafrænar myndavélar geta greint. Það er því viðbúið að myndir sem við tökum breytist töluvert þegar þær eru prentaðar á pappír. Til þess að þessi breyting verði eins lítil og mögulegt er þarf að nota litstýringu og rétta litaprófíla.

Nánari upplýsingar um litstýringu
Hlaða niður litaprófílum