CMYK

colorspectrum

colorspectrum

Frádræg litblöndunaraðferð er notuð við alla prentun á pappír eða önnur ógegnsæ efni. Frádræga litblöndunaraðferðin byggir á frumlitunum Cyan, Magenta og Gulum (Yellow) en í flestum tilfellum er fjórða litnum bætt við þegar prentað er á pappír en það er svarti liturinn sem auðkenndur er með stafnum K.

Hefðbundin offsetprentun notar þessa fjóra liti til þess að framkalla öll þau litbrigði sem hún getur náð og því er oft talað um CMYK liti þegar rætt er um prentlitina.

Nánari upplýsingar um litstýringu
Hlaða niður CMYK litaprófílnum