Prentmet Logo

Að hanna í lit

04Fyrir hönnuði og þá sem vinna myndir fyrir prentverk

 • Tryggja að skjárinn sem unnið er á sé kvarðaður.
 • Tryggja að litaprófílar sem á að nota séu til staðar á tövunni.
 • Setja upp Color settings í Photoshop (sjá leiðbeiningar).
 • Best er að vinna myndir í RGB.
 • Huga sérstaklega að grájafnvægi í myndum.
 • Umbreyta RGB myndum í CMYK áður en þær eru sendar.
 • Muna að CMYK er ekki bara CMYK. Það skiptir máli að nota rétta prófíla þegar RGB myndum er breytt í CMYK.
 • Hengja alltaf RGB prófíla við (embedd) allar RGB skrár.
 • ALLS EKKI hengja CMYK prófíla við CMYK skrár.
 • Muna að þó kvarðaður skjár geti sýnt nokkurnveginn hvernig myndir komi til með að prentast er best að biðja prentsmiðjuna um að keyra út hágæða prúf á pappír til að sjá nokkuð nákvæmlega hvernig myndir komi út.
 • Muna að leiðbeiningarnar á heimasíðu Prentmets eiga við forvinnslu fyrir prentun á húðaðan, hvítan pappír. Ef ætlunin er að prenta á pappír sem ekki fellur undir þessa skilgreiningu er ráðlegt að fá upplýsingar um rétta CMYK prófíla hjá starfsmönnum Prentmets.

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson