Prentmet Logo

Fréttir

Dagskráin 50 ára

Starfsfólk ásamt eigendum Prentmets á Suðurlandi á Selfossi gerðu sér glaðan dag föstudagskvöldið 6. apríl í tilefni á 50 ára afmæli Fréttablaðsins Dagskráin sem er gefið út af prentsmiðjunni. Glæsilegur kvöldverður var snæddur í Tryggvaskála á Selfossi. Valdimar Bragason prentsmiður hefur unnið Dagskránna frá upphafi og var hann þá aðeins 18 ára gamall þegar hann hóf störf hjá Prentsmiðjunni. Örn Grétarsson prentsmiðjustjóri á Suðurlandi hóf síðan störf þremur árum eftir. Þekkja þeir sögu blaðsins mjög vel.

Þann 1. mars 1968 kom út fyrsta tölublaðið af Dagskránni. Þá nokkru áður hóf sjónvarpið útsendingar og var því kominn markaður fyrir blað sem hafði að geyma dagskrá sjónvarpsins. Blaðið var og hefur verðið gefið út vikulega í þessi 50 ár, að undanskildum þeim tíma sem sjónvarpið fór í mánaðar sumarfrí á fyrstu árum þess.

 

Í upphafi var blaðið gefið út í A-5 broti og var eingöngu í því auglýsingar og dagskrá sjónvarpsins. Því var dreift í verslanir, biðstofur og þar sem fólk sótti þjónustu ýmiskonar á Selfossi. Það var starfsfólk Prentsmiðjunnar sem dreifði blaðinu á fyrstu árunum. Á þessum tíma var allt umbrot í blýi og var þannig allt til ársins 1982 þegar farið var að prenta blaðið í offsett. Það var oft handagangur í öskjunni á þessum tíma þegar blaðið var brotið um í blýi og mikið gekk á hjá setjurunum. Hver síða í blaðinu var um 20 kíló að þyngd og verið að dröslast með síðurnar til og frá setjarasal í prentvélarnar. 1980 var brotið á Dagskránni stækkað í dagblaðabrot og var þá einnig farið að skrifa fréttir og birta greinar í blaðinu ásamt auglýsingum og dagskrá sjónvarpsins.

​​

Nokkru áður var farið að dreifa blaðinu með mjólkurbílum M.B.F. (Mjólkurbúi Flóamanna)um allar sveitir á starfssvæði Mjólkurbúsins sem var Árnessýsla, Rangárvallasýsla og Vestur Skaftafellssýsla. Síðan fórum við að keyra blaðið í nágranasveitafélögin Hveragerði og Þorlákshöfn.​​

 

Tölvutæknin hefur gert það að verkum að öll vinna við útgáfu á blaði eins og Dagsránni hefur breyst mikið og auðveldað alla vinnu og samskipti miðað við það sem áður var.

 

​​Dagskráin er eitt elsta héraðsfréttablað á landinu, sem gefið hefur verið reglulega út. Síðan Prentmet kom að útgáfu hennar síðla árs 2006 hefur Dagskránni verið dreift án endurgjalds með Póstinum á öll heimili og fyrirtæki frá Selvogi í vestri að Lómagnúp í austri. Upplagið í dag er 9.400 eintök. Dagskráin er orðin fastur puntur og ómissandi í tilveru fólks á svæðinu. Ef blaðinu seinkar einhverra hluta vegna á útgáfudegi loga allar símalínur í Prentsmiðjuna. Það hafa verið gerðar margar tilraunir með útgáfu á blöðum til höfuðs Dagskránni en allar endað á sama veg, útgáfu þeirra blaða hefur lognast útaf.

 

​​​Valdimar Bragason hefur á þessu tímabili unnið við uppsetningu á Dagskránni og hefur hann því gengið í gegnum allar þær tæknibreytingar sem verið hafa á þessum 50 árum og enn er hann að.

​​

Frá upphafi hafa fjórir gengt starfi ritstjóra: ​​
Haraldur Hafsteinn Pétursson stofnandi Prentsmiðju Suðurlands 19 ár ​​
Örn Grétarsson rúm 19 ár ​​
​​Magnús Hlynur Hreiðarsson 7 ár ​​
​​Örn Guðnason núverandi ritstjóri frá okt. 2013

 

Það hefur verið gæfa blaðsins að hafa haft frábært starfsfólk sem viljað hefur blaðinu allt hið besta og hefur verið vakið og sofið í að gera hag þess sem bestan.

 

starfsmenn

 

valdibraga

 

D1968

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson