Prentmet Logo

Fréttir

FKA heimsókn í Prentmet

Félag kvenna í atvinnurekstri heimsótti Prentmet fimmtudaginn 5. apríl sl. Eigendur og stofnendur Prentmets, þau Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir (félagskona í FKA og situr í stjórn atvinnurekendadeildar FKA) og Guðmundur Ragnar Guðmundsson tóku á móti konunum og kynntu þeim fyrirtækið í máli og myndum. Um 80 félagskonur mættu og tókst heimsóknin afar vel. Þá var boðið upp á glæsilegar veitingar og Ari Jónsson söngvari og prentari hjá Prentmeti söng ljúfa tónlist meðan tími var gefinn í spjall og umræður og konunnar efldu tengsl sín á milli. Þetta er önnur heimsókn FKA kvenna í Prentmet því 2007 tók Prentmet á móti þeim með sama hætti ????

 

,,Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er öflugt tengslanet athafnakvenna úr öllum greinum atvinnulífsins. FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins. FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku. FKA vinnur með aðilum á vinnumarkaði, fyrirtækjum, félagasamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt kvenna í stjórnum eða stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Félagið stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífsins. Félagið var stofnað árið 1999 “.

 

29872853 10156208703804754 2165549888487459957 o

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson