Prentmet Logo

Fréttir

Rafn Árnason lýkur störfum

Í dag lauk Rafn Árnason starfsævinni eftir 55 ára starf og þar af 15 ár hjá Prentmet. Rafn er mikill fagmaður, nákvæmur með meiru, mjög samviskusamur og góður vinnufélagi.
Þegar Rafn var spurður hverjar hafi verið mestu breytingarnar í faginu á þessum 55 árum, þá fannst honum það vera þegar blýið hætti og tölvutæknin tók við. Þegar hann hóf nám í prentverki sumarið 1963 var notast við handsetningu, eins og hún hafði verið frá tímum Gutenbergs, en einnig blýsetningarvélar.

 

Síðar tóku ljóssetningarvélar og heilu setningarkerfin við í prentsmiðjunum og enn síðar einmenningstölvurnar. Rafn hefur verið gríðarlega fljótur að aðlagast öllum þeim breytingum sem hafa verið í faginu. Hann var einn af fyrstu setjurum landsins til þess að nota Macintosh-tölvur. Rafn var prófdómari þegar Guðmundur Ragnar framkvæmdastjóri Prentmets tók sveinspróf vorið 1988.
Fyrstu árin í Prentmet vann hann sem fagmaður í plötudeild áður en hann gerðist viðskiptastjóri í söludeildinni. Rafn naut sín í því starfi sem þar sem hann gat nýtt sína miklu reynslu og þekkingu í faginu. Hann segir sjálfur „Þetta er minn skemmtilegasti tími á starfsævinni, að þjóna viðskiptavinum". Starfsfólk og eigendur Prentmets þakka Rafni fyrir frábært og ánægjulegt samstarf og óskum við honum velfarnaðar á komandi tímum.

 

 

26166181 10155953730639754 2851789958886118146 n

26195523 10155953730644754 8316171315225881879 n

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson