Prentmet Logo

Fréttir

Dagatal Prentmets 2018 er komið út

Dagatal Prentmets 2018 er komið út. Að þessu sinni er þemað að vekja athygli á hinum týpísku Íslendingum í hverjum mánuði fyrir sig. Við fengum til liðs við okkur teiknarann Ara Hlyn Guðmundsson sem sá um allar myndir og ljóðskáldið Kristján Hreinsson sem samdi ljóð um hvern mánuð. Hönnuður dagatalsins er Guðbjörg Olga Kristbjörnsdóttir. Útkoman er glæsileg og bæði ljóð og myndir eru skemmtileg með góðu gríni. Eitt eintak af dagatalinu verður nú sent á öll fyrirtæki landsins á næstu dögum. Einstaklingum býðst einnig að kaupa dagatalið á vægu verði í Prentmet.

Hérna kemur ljóðið um desember:

Í desember í dökkum skugga
svo dásamleg við eigum jól
og þegar frostrós grær á glugga
við getum séð að hækkar sól.

Frá verslun eru vörur sendar,
menn vilja eyða kaupinu.
Og hringinn þjóðin alsæl endar
með áramótaskaupinu
( ljóð um desember eftir Kristján Hreinsson)

 

24852466 10155880248259754 8109326526367080814 n

24862546 10155880248274754 1137841485827912608 n

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson