Prentmet Logo

Fréttir

Við bjóðum Kristbjörgu velkomna til starfa

Í dag hóf Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir störf sem offsetprentari. Hún lauk stúdentsprófi af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2009 og sveinsprófi í offsetprentun árið 2011 frá Tækniskólanum. Hlaut verðlaun frá Iðnaðarsambandinu og Forseta Íslands fyrir hæstu einkunn sem gefin hafði verið í 20 ár í iðngreininni. Starfaði hjá Prentsmiðjunni Odda í sex ár frá útskrift. Kristbjörg er gift Einari Björgvin Olgeirssyni sem vinnur við bifvélavirkjun og þau eiga eina þriggja ára dóttur. Áhugamál hennar eru ljósmyndir og myndlist.

 

Við bjóðum Kristbjörgu hjartanlega velkomna í hóp okkar úrvals starfsmanna.

 

 

23032809 10155778211464754 6969352395832521043 n

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson