Prentmet Logo

Fréttir

Prentun á listaverkabók

Prentmet hefur prentað listaverkabókina,, Leiðangur " sem gefin er út af Listasafni Reykjavíkur. Bókin er gefin út samhliða sýningu Önnu Líndal á Kjarvalsstöðum. Í bókinni er farið yfir um 30 ára feril Önnu í máli og myndum, og þar má finna viðtal Bjarka Bragasonar við Önnu Líndal.

 

Ólöf Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur ritar inngang ,,List Önnu Líndal er marglaga og samsett. Þetta á jafnt við um myndefni hennar, viðfangsefni verka og merkingu þeirra sem hina sjónrænu framsetningu þessara þátta. Í innsetningum hennar má finna jafnt nýjustu tækni í formi myndbanda á tölvuskjáum sem og aldagamla hefð íslenskra hannyrða og undanfarin ár hafa þættir vísindalegra rannsókna og skrásetningar orðið æ fyrirferðarmeiri."

 

 

leidangur

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson