Prentmet Logo

Fréttir

Núpsskóli í Dýrafirði gefur út bók

Út er komin bókin ,,Núpsskóli í Dýrafirði" Ungmenna og héraðsskóli 1907-1992. Núpsskóli á 110 ára afmæli á þessu ári. Aðalsteinn Eiríksson er höfundur bókarinnar. Prentmet sá um umbrot og prentun. Helgina 23. til 25. júní var haldin hátíð á Núpi þar sem fagnað var þessum tímamótum og útgáfu bókarinnar sem er 424 síður í A-4 broti. Um er að ræða gríðarlega yfirgripsmikið verk sem höfundur hefur unnið að s.l. 9 ár. Bókin er glæsileg og var mikil ánægja með verkið. Verk sem þetta er ekki framkvæmanlegt nema með hugsjónarmönnum eins og Aðalsteini Eiríkssyni sem vann þetta verk af eljusemi og metnaði og er öllum til sóma.

 

19247881 10155396225404754 8185682754172245949 n

Hér eru samankomnir gamlir Núpsverjar þeir Guðmundur Ragnar Guðmundsson eigandi Prentmets, Aðalsteinn Eiríksson höfundur bókar og Egill Ólafsson sem sá um veislustjórn og söng eins og honum einum er lagið.

 

 

19399967 10155396225409754 40278399008287261 n

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson