Prentmet Logo

Fréttir

Brynjar og Íris útskrifast með sveinspróf

Í gær miðvikudaginn 21. júní sl. útskrifuðust tveir nemar sem eru starfsmenn hjá okkur í Prentmeti með sveinspróf í grafískri miðlun, Brynjar Már Pálsson og Íris Erna Guðmundsdóttir.

 

Grafísk miðlun er löggilt iðngrein. Sérnámið skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar vinnustaðanám:

Prentun er 4 annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám. Grafísk miðlun (prentsmíði) er 4 annir í skóla og 48 vikna vinnustaðanám. Námið er byggt á sviði hönnunar, myndvinnslu, umbrots og prentsmíði. Brynjar starfar við stafræna prentun og Íris er í umbroti, hönnun og er að læra formhönnun. Iðan fræðslusetur sér um framkvæmd sveinsprófa og gerir samkomulag fyrir hönd sveinsprófsnefndar við forsvarsmenn próftökustaðar.

 

Nýju sveinarnir eru báðir komnir með fastráðningu hjá Prentmeti og eru þar með komnir í hóp góðs fagfólks sem þar vinnur. Því er óhætt að segja að framtíðin er björt í Prentmet.

 

brynjarogiris

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson