Prentmet Logo

Fréttir

25 ára afmæli Prentmets á Hótel Glymi í Hvalfirði

Laugardaginn 8. apríl fögnuðum við 25 ára afmæli Prentmets með starfsfólki og mökum á Hótel Glymi með Great Gatsby þema. Örn Árnason skemmtikraftur sá um veislustjórn, Ástvaldur Traustason spilaði á píanó og Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona heillaði okkur með kraftmiklum söng. Valdimar Sverrisson sló í gegn með skemmtiatriði. Fjórir starfsmenn fengu starfsaldursviðurkenningu.

 

10 ára starfsaldursviðurkenningu fengu:
- Bartosz Piecha - bókbindari
- Hermann Sverrisson - innkaupastjóri
- Guðjón Reyr Þorsteinsson - offsetprentari

 

50 ára starfsaldursviðurkenning
Guðmundur Gíslason verkefnastjóri í stafrænni prentun fékk starfsaldursviðurkenningu fyrir 50 ára starf. Prentmet keypti Fjölritunarstofu Daníels Halldórssonar 2001 sem rann inn í starfsemina og Guðmundur hóf störf þar 1967 og aðeins 17 ára gamall.

 

Kvöldið var mjög vel heppnað í alla staði og síðan var dansað og tjúttað fram á nótt.

 

Virkilega vel lukkað kvöld!

 

 

2017-08-04-023-335

Hermann Sverrisson, Bartosz Piecha, Guðjón Reyr Þorsteinsson og
Guðmundur Gílsason fengu allir starfsaldursviðurkenningu.

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson