Prentmet Logo

Fréttir

Nýr viðskiptastjóri hjá Prentmet

Guðjón Árnason f. 05´02 ´63 hefur verið ráðin sem viðskiptastjóri hjá Prentmet. Guðjón er menntaður iðnrekstrarfræðingur frá Tækniskóla Íslands árið 1992. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborg árið 1985. Frá 2010-2016 hefur Guðjón unnið sem verkefnastjóri hjá Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar, 1997-2009 vann hjá Fasteignastofunni og þá fyrst sem fasteignasali og keypti síðan reksturinn árið 2003 ásamt öðrum og rak félagið til desember 2009, 1996-1997 var hann framkvæmdastjóri Fimleikafélags Hafnarfjarðar (FH), 1992-1996 vann hann sem verkefnastjóri Hafnarfjarðarbæjar og þá aðallega við verkefni sem kallaðist “Átak fyrir atvinnulausa“; fyrir 1992 hefur hann fengist við ýmis störf m.a. með námi og lengstum þó hjá ÍSAL. Guðjón lék í meistaraflokki FH í 17 ár og þar af sem fyrirliði í 10 ár, hann var landsliðsmaður Íslands í handbolta í nokkur ár. Hann hefur í gegnum tíðina þjálfað töluvert mikið yngri flokka með góðum árangri og verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

 

Guðjón er giftur Hafdísi Stefánsdóttiur viðskiptastjóra Íslandsbanka. Þau eiga saman tvö uppkomin börn. Áhugamál hans og fjölskyldunnar jafnframt allrar eru íþróttir af öllu tagi. Í dag á golfið hug hans allan.

 

 

gudjon

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson