Prentmet Logo

Fréttir

Öskudagurinn 2017

Í dag, á öskudaginn, fengum við fullt af skemmtilegum börnum í flottum búningum til þess að syngja fyrir okkur og eins og hefð er fyrir fengu þau sætindi fyrir gjörninginn. Starfsfólk mætti í búningum og ýmsum gervum í vinnuna. Það er ekkert gefið eftir í ár en þetta er 14. árið í röð sem starfmenn gera sér og Kosið er innanhúss um flottasta búninginn og frumlegustu deildina/útibúið og verðlaun veitt fyrir. Þetta er skemmtilegur siður sem lyftir starfsandanum og kemur flestum í gott skap. Í ár mátti sjá þekktar persónur úr Harry Pottermyndunum, Íslendinga að skemmta sér á þjóðhátíð, diskódrottningar, diskókónga og fl.

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson