Prentmet Logo

Fréttir

Prentmetsskólinn fer vel af stað

Prentmetsskólinn hefur farið vel af stað í vikunni. Nýir starfsmenn/nemendur eru búnir að fá góða kynningu á forvinnsludeild og stafrænni prentun. Í forvinnsludeild vinna aðallega prentsmiðir og grafískir miðlarar.

 

Í upphafi vikunnar fengu nemendur kynningu á uppsetningu og hönnun á prentgripum eins og bókum og bæklingum. Einnig var fræðsla um formhönnun og þá aðallega hvernig umbúðir eru hannaðar.

 

Kynning var á útskoti og útkeyrslu á prentplötur áður en verkin fara í prentun.

 

Í lok vikunnar var kynning á stafrænni prentun sem er ólík hefðbundinni offsetprentun að því leyti að ekki eru notaðar neinar prentplötur, filmur, vatn né farfi heldur eru tövugögn þýdd frá forvinnslu yfir í prentun. Hraðinn er mikill í stafrænni prentun og notast er við tonerduft sem festist við pappírinn með rafmagsboðum.

 

Það er okkar reynsla að að vel upplýstur starfsmaður hefur meiri starfsánægju og skilar betri starfsanda á vinnustað. Mjög mikilvægt er að allir hafi á tilfinningunni að þeirra störf séu nauðsynlegur hlekkur í keðju fyrirtækisins, að virðing sé borin fyrir störfum innbyrðis og að nokkur innsýn sé í verkefni samstarfsfólks.

 

 

prentmetskolinn 1

 

prentmetskolinn 2

 

prentmetskolinn 3

 

prentmetskolinn 4

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson