Prentmet Logo

Fréttir

Ný stafræn prentvél sem býður upp ennþá meiri nýjungar

Prentmet hefur fest kaup á nýrri Ricoh Pro C7100 sem er ein af nýjustu stafrænu prentvélunum frá Ricoh. Vélin prentar allt að 90 bls. á mínútu í miklum gæðum.

 

Hún er ólík öðrum vélum að því leyti að hún býður upp á 5. litinn sem getur verið hvítur eða glær, þannig að auðvelt er að prenta á litaðan pappír. Einnig sem stærsta prentformatið er 33 x 70 cm. Vélin ræður við að prenta á allt að 360 g/m pappír beggja vegna. Hún prentar í allt að 1200 x 4800 dpi upplausn sem tryggir mikil prentgæði. Hægt er að prenta á bæði húðaðan og óhúðaðan pappír. Mjög öflugur skanni er á vélinni en hann afkastar allt að 220 bls. á mínútu beggja vegna.

 

Guðmundur og Brynjar í stafrænu prentdeildinni eru mjög ánægðir með vélina og segja hana bjóða upp á nýjungar eins og heillökkun eða spottlökkun. Meðal annars er hægt að láta vélina lakka bara myndir þannig að þær virðast koma út úr blaðinu, nú eða hafa letrið með í lökkun sem er tilvalið í allskyns nafnspjöld. Varðandi stærðir þá er vélin með þann möguleika að prenta á 32 x 70 cm. og allt þar fyrir neðan. Vélin á auðvelt með að prenta t.d. boðskort með nafnabreitum þannig að þegar búið er að prenta og skera fer verkið beint í pósthús allt í póstnúmeraröð sem gerir burðargjöld ódýrari og hraðan meiri. Möguleiki er einnig að hafa mismunandi myndir fyrir hvern og einn t.d. ein mynd fyrir konur og aðra fyrir karla. Þessi vél les inn liti á pappír og litastillir sig í samræmi við það. Svo er annar möguleiki sem er að setja hvítan farva sem kemur vel út á svartan pappír. Nú er bara að láta hugmyndaflugið ráða ferð og vélin klárar málið. Þetta er mjög spennandi viðbót við Indigo 5000 vélina í stafrænudeild fyrirtækisins.

 

 

digitalvel 4

Til hægri eru eigendur Prentmets þ.e. Guðmundur Ragnar og Ingibjörg Steinunn ásamt umboðsmanni Evrópu hjá Ricoh, Þorsteinn A. Guðnason, framkvæmdastjóri Optima, Matthías Á. Jóhannsson, sölustjóri Optima og Helgi Þór Guðmundsson, kerfisstjóri Prentmets. Myndin er tekin við eins vél og Prentmet keypti í júní 2016 á Drupa pentsýningu í Dusseldorf í Þýskalandi þar sem allt það nýjasta og flottasta var kynnt.

 

 

digitalvel 2

 

digitalvel 1

Guðmundur Gíslason og Brynjar Már Pálsson ángæðir með Ricoh vélina. 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson