Prentmet Logo

Fréttir

Sumrinu fagnað með grilli!

Það voru fagnaðarfundir hjá okkur fimmtudaginn 19. maí, í Prentmet þegar fyrrverandi starfsmenn sem lokið höfðu starfsævinni hjá fyrirtækinu komu í heimsókn. Prentmet bauð þeim ásamt öllu starfsfólkinu í matarveislu í hádeginu. Veitingamaðurinn Guðmundur Ragnarsson frá Laugaási og fólk á hans vegum var með dýrindisveislu þar sem var grillað ljúffengt lambalæri með öllu ofan í mannskapinn og boðið upp á ís, köku og ávexti í eftirrétt. Í lokin var farið í leiðangur um fyrirtækið og skemmtilegt hjá fyrrverandi starfsmönnum að hitta fólkið og skoða starfsemina í núverandi mynd. Mikil ánægja var hjá öllum með þessa stund.

 

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson