Prentmet Logo

Fréttir

Fræðsla um umhverfismerkið Svaninn

Guðrún Lilja Kristinsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hélt fræðslufund fyrir starfsmenn Prentmets um Svaninn fimmtudaginn 12. maí. Prentmet var ein af fyrstu prentsmiðjunum á Íslandi til þess að fá Svansvottun og er búin að vera með Svansvottun síðan í júlí 2011 ásamt útibúum á Akranesi og Selfossi. Við höfum átt farsælt samstarf við Umhverfisstofnun. Einn liður í því er að miðla þekkingu um umhverfismál til starfsfólks.

 

Á fræðslufundinum var farið í tilganginn með umhverfisvottun og farið yfir helstu umhverfismerkin og kennt að skilja frá merki sem voru villandi fyrir neytendur. Svanurinn er í flokki þeirra merkja sem eru best fyrir umhverfið. Mikilvægt er að halda sig við viðurkennd umhverfismerki sem eru þróuð af sérfræðingum og tekin út af óháðum aðila. Síðustu ár hafa kröfur verið hertar gagnvart prentsmiðjum og kröfurnar taka til alls ferilsins þ.e. hráefnis, framleiðslu, notkun og úrgangs. Svansmerkt prentsmiðja er í fremsta flokki hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfisáhrifa.

 

Mikilvægt er að neytendur séu meðvitaðir í innkaupum og velji umhverfisvænni / -merktar vörur, nýti betur og endurnýti afurðir, nýti matinn, forðist matarsóun og flokki rusl. Markmiðið er að skila náttúrunni jafn góðri og helst betri til komandi kynslóða. Mikilvægt er að nýta sér vistvænni samgöngur og ganga, hjóla, taka strætó eða sameinast um bíla og velja umhverfisvænni bíla.

 

Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og gagnlegur fyrir alla.

 

 fyrirlestur svanurinn

 

 

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson