Prentmet Logo

Fréttir

Samningur um greiningu á fræðslu og fræðsluáætlun fyrir starfsmenn Prentmets

Í gær þriðjudaginn 3. maí var undirritaður samningur á milli Prentmet, Rm ráðgjöf, Iðan fræðslusetur og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks. Samningurinn felur í sér að sjóðirnir leggja til „Fræðslustjóra að láni“ sem greinir fræðsluþörf Prentmets og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu á leiðum að tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluáætlun ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greiningin og áætlunin verður unnin í nánu samstarfi við starfsmenn fyrirtækisins og stjórnendur. Til verkefnisins eru áætlaðar að hámarki 38 klukkustundir og verkið verður unnið á tímabilinu maí til 31. júní nk. Þetta er liður í því að fyrirtækið verði ávallt í fararbroddi á markaðnum varðandi menntun og þjálfun starfsmanna og þar með betur í stakk búið til að mæta stöðugum breytingum í umhverfinu varðandi ný og krefjandi verkefni og einnig að halda ávallt háu þjónustustigi.

 

 

 Samningur um greiningu á fræðslu

 

Tv. Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir frá Prentmet, Ragnar Matthíasson frá RM ráðgjafar, Fjóla Hauksdóttir frá Iðann fræðslusetur, Eva Demireva frá starfsmenntunarsjóði verslunar- og skrifstofufólks og Ingi Rafn Ólafsson frá Iðan fræðslusetur.

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson