Prentmet Logo

Fréttir

Tveir nýir starfsmenn í Prentmeti

Tveir nýir starfsmenn hófu störf hjá okkur í Prentmeti á föstudaginn 1. apríl sl.
 
Helga Dögg Reynisdóttir  sem er ráðin í forvinnsludeildina; í formhönnun, umbrot, hönnun og fl.  
Helga er með burtfararpróf í grafískri miðlun frá Tækniskólanum, sveinspróf í ljósmyndun ásamt því að vera með verslunarpróf og námskeið í vefsíðugerð frá NTV.
Hún starfaði og fór á samning hjá Gunnari Leifi Jónsssyni ljósmyndara frá 2010-2012.  Helga Dögg er gift Bryngeiri Jónssyni smiði og eiga þau þrjú börn.
 
Brynjar Már Pálsson hóf einnig störf í dag í forvinnsludeildinni; í  stafrænni prentun ásamt öðrum tilfallandi sérverkefnum.   
Hann mun aðstoða okkur við notendaþjónustuna á PC tölvur enda vanur að vinna með vélbúnað og hugbúnað.
Hann gerir mikið af því að setja saman tölvur. Brynjar er með burtfararpróf í grafískri miðlun frá Tækniskólanum.
Brynjar vann sem sölumaður í BT Skeifunni í hlutastarfi með skóla og þá aðallega við söluráðgjöf á raftækjum og hugbúnaði.  
Frá 2014  hefur hann starfað í hlutastarfi við sölu og ráðgjöf í Húsasmiðjunni .

Helga

Brynjar

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson