Prentmet Logo

Fréttir

Páskastemmning og áhugaverður fyrirlestur um heilsu karla

Það var páskastemmning hjá okkur í gær og fyrirtækið bauð starfsmönnum sínum upp á léttar veitingar, páskaegg og góðan fyrirlestur í hádeginu hjá Teiti Guðmundssyni lækni hjá Heilsuvernd. Fyrirlesturinn var um helstu mein karla og hvað veldur þeim, hvernig þróast krabbamein og hvað getum við gert til að forðast slíka sjúkdóma: Hreyfa okkur reglulega (stunda líkamsrækt); borða í hófi (forðast offitu); borða fisk og ljóst kjöt (sneyða hjá rauðu kjöti og unnum kjötvörum); hófleg áfengisneysla; borða ávexti daglega; minnka saltneyslu; nota sólarvörn (andlits/rakakrem); bólusetningar; D-vítamín (lýsi); engar reykingar; samvera með fjölskyldu og vinum; andleg vellíðan - svo dæmi séu tekin.

 

Hann tók síðan samantekt af helstu þáttum og fór með starfsmönnum yfir núverandi leiðbeiningar og forvarnir. Mataræði og hreyfing skiptir miklu máli, vera í góðu andlegu jafnvægi, en það er allt gott í hófi. Lungnakrabbamein er eitt versta krabbamein sem við getum fengið því það er svo erfitt að uppgötva það. Hann mælir með því að þeir sem reykja hætti strax í dag og ekki síður þeir sem taka í vörina.

 

Allir voru mjög ánægðir með þennan fyrirlestur og urðu fjörugar og fróðlegar umræður í lokin þar sem Teitur svaraði fjölmörgum fyrirspurnum starfsmanna – einnig fékk hann hól fyrir greinaskrif sín í blöðum.

 

karlarogkrabbamein 1

 

karlarogkrabbamein 2

 

karlarogkrabbamein 3

 

karlarogkrabbamein 4

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson