Prentmet Logo

Fréttir

Fjör á árshátíð Prentmets 2016

Starfsmannafélag Prentmets hélt árshátíð sína á Hótel Örk laugardaginn 5. mars sl. og tókst hún mjög vel.

 

Veislustjóri kvöldsins var Örn Árnason leikari og stýrði hann og skemmti í veislunni af mikilli fagmennsku og snilld eins og hann er þekktur fyrir með húmor og söng. Einnig var hann duglegur í að virkja veislugesti með sér í ýmsar uppákomur. Með Erni var píanóleikarinn Birgir Jóhann Birgisson og hélt hann góðri stemmningu í salnum með ljúfum tónum.

 

Þema kvöldsins var eldur og var salurinn skreyttur eftir því. Boðið var upp á glæsilegan þriggja rétta kvöldverð.

 

Valdimar Sverrisson fyrrverandi starfsmaður Prentmets (sem missti sjónina í fyrra vegna heilaæxlis) kom á árshátíðina og kom öllum á óvart með frábæru uppistandi og gjörsamlega tryllti salinn af hlátri. Valdimar er sannkölluð fyrirmynd okkar allra hvað hann tekur þessum breytingum, að vera blindur maður, af mikilli jákvæðni. Það hefur verið mikill samhugur með Valdimar hjá okkur öllum í Prentmet.

 

Allir tóku þátt í happdrætti og voru nokkrir sem fengu stóra og glæsilega vinninga.

 

Gefið var út sextán blaðsíðna árshátíðarblað þar sem gert var grín að starfsmönnum og uppátækjum þeirra. Áralöng hefð er fyrir útgáfu blaðsins og vekur það alltaf mikla lukku starfsmanna. Það var síðan enginn annar en sjálfur Sigurður Hlöðversson sem kom öllum í hörkudansstuð og var dansað og tjúttað fram á rauða nótt.

 

Fimm starfsmenn fengu starfsaldursviðurkenningu á árshátíðinni. Eigendur og forsvarsmenn fyrirtækisins veittu þeim viðurkenninguna og veglega gjöf frá fyrirtækinu.

 

Áki Kim Feng Yu

Friðrik Ingvar Friðriksson

Jenný Guðmundsdóttir

Róbert Ericsson

Tryggvi Kr. Rúnarsson

 

 

Að allra mati þá var þetta mjög vel heppnuð árshátíð og stjórn starfmannfélagsins fær hrós fyrir góðan undirbúning og skipulag.

 

 

rshti prentmet 2016-182

Fimm starfsmenn fengu 10 ára starfsaldursviðurkenningu. Á myndinni eru f.v. Róbert Ericcson, Áki Kim Feng Yu, Jenný Erla Guðmundsdóttir og Tryggvi Rúnarsson. Á myndina vantar Friðrik I. Friðriksson.

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson