Prentmet Logo

Fréttir

Mínum Drottni til þakklætis - Saga Hallgrímskirkju

Út er komið glæsiritið Mínum Drottni til þakklætis – Saga Hallgrímskirkju sem Prentmet prentaði. Bókin er gefin út í tilfefni af 75 ára afmæli Hallgrímssafnaðar. Sigurður Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkju, er höfundur bókarinnar. Sagt er frá stofnun safnaðarins og frumkvöðlum, byggingarsögu kirkjunnar og því þróttmikla starfi sem þar fer fram. Aðalheiður Valgeirsdóttir hafði umsjón með útgáfunni og aflaði myndefnis og Emil H. Valgeirsson sá um hönnun og umbrot. Bókin er 232 blaðsíður, útgefandi er Hallgrímskirkja í Reykjavík.

 

Þegar fyrstu bækurnar voru afhendar úr prentun sendi Aðalheiður útgáfustjóri okkur línu með orðunum: „Vildi bara þakka kærlega fyrir ykkar góðu vinnu við gerð bókarinnar um Hallgrímskirkju. Við Emil erum mjög ánægð með útkomuna og fólk er almennt mjög hrifið af bókinni og finnst hún einstaklega falleg.”

 

sagahallgrimskirkju 1

 

sagahallgrimskirkju 2

 

sagahallgrimskirkju 3

 

sagahallgrimskirkju 4

 

sagahallgrimskirkju 5

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson