Prentmet Logo

Fréttir

Bleikur október

Við í Prentmeti verðum frekar bleik í október eins og undanfarin ár. Við tökum þátt í Bleiku slaufunni sem er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum. Fyrirtækið mun skarta bleika litnum og slaufunni. Heimasíðan okkar skartar bleikum lit og húsið okkar á Lynghálsinum verður lýst upp og við munum nýta rafræna slaufu, auglýsingavefborða, á alla vefpósta, miðla og vefsíðu fyrirtækisins.

 

Við starfsfólkið mætum síðan í einhverju bleiku alla föstudaga og tökum föstudaginn 16. október sérstaklega frá því þá hvetur Krabbameinsfélagið landsmenn alla til að halda Bleika daginn hátíðlegan og klæðast einhverju bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi þann daginn, bæði á vinnustöðum og annars staðar.

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson