Prentmet Logo

Fréttir

Góðverk hjá viðskiptastjóra Prentmets

Blaðið „Kraftur“ er komið út og er prentað hjá Prentmet. Kraftur eru stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra.

 

Í blaðinu er viðtal við Örvar Þór Guðmundsson viðskiptastjóra Prentmets um söfnun sem hann stóð fyrir vegna bágstaddra félagsmanna fyrir jólin í fyrra. Örvar fékk afar sterk og jákvæð viðbrögð frá fólki vegna þessa framtaks og fjölmargir gáfu í söfnunina og sendu honum hlýjar kveðjur. „En ánægjulegast var að upplifa gleði þeirra sem við styrkjum. Þetta var allt fólk sem sá fram á fremur fátækleg jól og í sumum tilfellum hélt fólk að einhver væri gera þeim grikk og trúðu varla að þetta væri staðreynd." segir Örvar og talar um fjölda þakkarbréfa sem honum bárust frá fólkinu.

 

Smellið hérna til að sjá greinina í heild sinni

 

 

orvar kraftur

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson