Prentmet Logo

Fréttir

Umbúðir fyrir Reykjavík Chips

Prentmet hefur nýlokið við framleiðslu á flottum umbúðum utanum franskar kartöflur fyrir glænýjan skyndibitastað sem heitir Reykjavík Chips og mun opna á Vitastíg 10 í júní mánuði.

 

Það eru tónlistamennirnir Friðrik Dór Jónsson, Ólafur Arnalds ásamt tveimur æskuvinum sínum, leikaranum Arnari Dan Kristjánssyni og matgæðingnum Hermanni Óla Davíðssyni sem standa að opnun staðarins. Eini rétturinn á matseðlinum verður franskar kartöflur, matreiddar samkvæmt belgískri hefð. „Þetta er mjög einfalt „konsept“. Þú færð þér franskar, velur sósu sem þú vilt ofan á og svo getur þú skolað þessu með drykk að eigin vali, hvort sem það er bjór, vatn eða gos,“ segir Friðrik.

 

Starfsfólk Prentmets óskar drengjunum til hamingju með nýja fyrirtækið.

 

 

Reykjavík Chips

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson