Prentmet Logo

Fréttir

45 ára farsælt starf

Sigurvin Sigurjónsson prentari lét af störfum á dögunum hjá Prentmet Vesturlands eftir 45 ára farsælt starf. Sigurvin hóf störf hjá Prentverk Akraness árið 1970, þá aðeins 24 ára gamall. Hann hélt áfram að starfa hjá prentsmiðjunni þegar Prentmet ehf keypti Prentverk Akraness nú Prentmet Vesturlands. Sigurvin er fyrirmyndar starfsmaður. Í starfi sínu upplifði Sigurvin mikla þróun í starfsemi prentsmiðja.

 

Eigendur Prentmets og samstarfsfólk þakkar Sigurvin ánægjulegt samstarf í áranna rás og eru mjög þakklát fyrir að hafa haft hann í áhöfn sinni öll þessi ár. Þá óskum við Sigurvin og eiginkonu hans Guðlaugu Ólafsdóttur velfarnaðar um ókomin ár.

 

Hér er hann á góðri stundu með vinnufélögum og mökum.

 

Sigurvin

 

Sigurvin kvaddur af vinnufélögum

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson