Prentmet Logo

Fréttir

Hringbraut heimsótti Prentmet ehf.

Nú á dögunum kíkti Sigurður K. Kolbeinsson og teymi hans á Hringbraut í heimsókn í höfðustöðvar Prentmets að Lynghálsi 1.

 

Sigurður er þáttarstjórnandi í þættinum Atvinnulífið fjallar á fræðandi hátt um starfsemi fyrirtækja á Íslandi. Forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem heimsótt eru ganga um höfuðstöðvar sínar ásamt þáttastjórnanda og sýna hvernig hjól atvinnulífsins snúast, hvað starfsfólk hefst við hverju sinni og hvernig vörur og þjónusta verða til.

 

Ekki er fjallað um rekstrarafkomu eða efnahagsspár heldur verður fyrst og fremst leitast við að fræða áhorfandann um það sem gerist inni á framleiðslugólfi, á skrifstofunni eða úti á plani.

 

Áhorfendur geta því fengið skemmtilega innsýn í ferli prentverka og daglegt líf í Prentmet.

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson