Prentmet Logo

Fréttir

Hrossarækt 2015 komin glóðvolg úr prentun

Út er komin bókin Stóðhestar 2015 sem að Prentmet prentar og bindur inn. Þetta er fimmta árbókin í þessum flokki sem fyrirtækið Hrossarækt ehf. gefur út.

 

„Hrossarækt ehf. var stofnað í ársbyrjun 2011 og auk stóðhestabókanna hefur einnig verið gefinn út annar bókaflokkur - Hrossaræktin - sem eru nokkurs konar árlegt uppgjör íslenskrar hrossaræktar. Báðir bókaflokkarnir hafa hlotið frábærar viðtökur hjá hestamönnum og þess má geta að stóðhestabækurnar hafa verið gefnar út í tengslum við svokallaða Stóðhestaveislu, árlega sýningu sem hefur verið haldin fyrir troðfullu húsi sl. fimm ár. Á hverju ári hefur jafnframt verið safnað fé í tengslum við þessar stóðhestaveislur, sem er varið til hinna ýmissu góðgerðarmála og er sérstaklega gaman að segja frá því að á síðustu fimm árum hefur safnast vel á tólftu milljón króna sem hafa runnið beint til góðgerðarmála“.

 

Við hjá Prentmet óskum fyrirtækinu Hrossarækt ehf. til hamingju með glæsilega bók.

 

Stóðhestar 2015

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson