Prentmet Logo

Fréttir

Zombís umbúðirnar frá Kjörís prentaðar hjá Prentmet unnu Lúðurinn

Við erum stolt af því góða samstarfi sem við höfum átt við Kjörís og Brandenburg auglýsingastofuna.

 

Brandenburg og Kjörís unnu þrjá Lúðra saman á Ímarkdeginum 13. mars sl. Verðlaunin voru fyrir Zombís umbúðir sem voru prentaðar hjá okkur. Einnig fékk Kjörís og Brandenburg Lúður fyrir prentauglýsingar og fyrir „Spreyttu þig á spýtunum“ sem er í flokknum „Umhverfisauglýsingar og viðburðir“.

 

Alls vann Brandenburg fimm verðlaun á Lúðrinum, flest allra auglýsingastofa.

 

Prentmet óskar starfsfólki Kjörís og Brandenburg til hamingju með árangurinn og megi komandi tímar verða þeim farsælir.

 

 

Kjoris zombis

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson