Prentmet Logo

Fréttir

Árshátíð Prentmets 2015 í óskarsverðlaunastíl

Starfsmannafélag Prentmets hélt árshátíð sína á Rúbín laugardaginn 7. mars sl. og tókst hún mjög vel.

Óskarsverðlaunahátíðarstíll var yfir samkomunni, bæði í skreytingum og klæðaburði árshátíðargesta sem toppuðu margir hverjir stjörnurnar.

Lalli töframaður var kynnir kvöldsins og lék á als oddi með töfrabrögðum og bröndurum. Allir tóku þátt í happdrætti og það voru fjórir starfsmenn sem fengu stóra og glæsilega vinninga.

Pétur Örn tónlistarmaður mætti með gítarinn og söng fyrir og með gestum og hélt uppi góðri þjóðhátíðarstemningu.

Árshátíðargestir fengu svo sannarlega að þenja raddböndin. Stjórn starfsmannafélagsins sýndi skemmtilegt óskarsverðlaunamyndband og fengu nokkrir starfsmenn tilnefningar t.d. besti sögumaður fyrirtækisins, besti golfari ársins og fyndnasti starfsmaðurinn. Sigurvegara í hverjum flokki var afhent óskarsverðlaunastytta í verðlaun. Síðan kom Geir Ólafs sem leynigestur og skemmti gestum með góðum söng.

Gefið var út átta blaðsíðna árshátíðarblað þar sem gert var grín að starfsmönnum og uppátækjum þeirra. Áralöng hefð er fyrir útgáfu blaðsins og vekur það alltaf mikla lukku starfsmanna. Ásgeir Páll útvarpsmaður með meiru hélt síðan uppi dansleik með trylltum dansi fram á rauða nótt.

 

Sex starfsmenn fengu starfsaldursviðurkenningu á árshátíðinni. Eigendur og forsvarsmenn fyrirtækisins veittu þeim viðurkenninguna og veglega gjöf frá fyrirtækinu.

 

 

Hér má sjá nöfn og myndir af þeim starfsmönnum sem fengu starfsaldursviðurkenningu að þessu sinni:

 

10 ára

merita

Merita Morina

siggav

Sigríður Valdimarsdóttir

 

20 ár

gudmundurosk

Guðmundur Óskar Óskarsson

fusi

Vigfús Þór Kristinnsson

orvar

Örvar Þór Guðmundsson

 

40 ára

kalli

Karl Örn Karlsson

 

 

Myndir frá árshátíð Prentmets

 

arshatid-1

 

arshatid-2

 

arshatid-3

 

arshatid-4

 

arshatid-5

 

arshatid-6

 

arshatid-7

 

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson