Prentmet Logo

Fréttir

Fræðsla um mikilvægi D-vítamíns á norðurslóðum

Starfsmenn Prentmets fengu góðan fyrirlestur 2. mars sl. í hádeginu um mikilvægi D-vítamíns á norðurslóðum og hvernig D-vítamín getur hjálpað okkur til að viðhalda betri heilsu og auka vellíðan okkar. Fyrirlesari var Anna Þ. Ísfold frá Þekkingarmiðlun. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og hefur á liðnum árum sérhæft sig í lýðheilsu og næringarfræði.

 

Ísland liggur á breiddargráðu 64°N og vegna legu landsins berum við ábyrgð á því að vera meðvituð um D-vítamínforða okkar allt árið um kring. Besta leiðin til að viðhalda og fylla á tankinn eru UVB geislar sólarinnar, en þeir eru af skornum skammti stóran hluta ársins hér á landi. Síðastliðin 10 ár hefur fiskneysla dregist saman um þriðjung og hefur það líka áhrif á forða landsmanna auk annarra áhrifavalda eins og minni útiveru á sumrin, sólarvarna og mataræðis almennt. Vísindamenn á þessu sviði og læknasamfélagið eru með ólíkar hugmyndir um inntökumagn D-vítamín fæðubótarefna en eru nokkuð sammála um lægri og efri gildi D-vítamíns, sem er mælanlegt í blóðprufu. Í fyrirlestrinum fór Anna yfir mikilvægi D-vítamíns, vísaði í eigin reynslu þar sem hún var orðin mjög heilsulítil á tímabili og orkulítil vegna D-vítamínskorts. Hún benti á góðar leiðir til að finna jafnvægi varðandi D-vítamínforða líkamans sem leggur grunn að vellíðan okkar og góðri heilsu. Mælti með matvælum eins og fiski og lýsi sem gefa okkur D-vítamín en lagði áherslu á að við þyrftum að bæta um betur með því að taka viðbót af því td í úðaformi eða í fljótandi formi. Anna mælti með að fólk léti mæla vítamín gildin sín og fylgdist vel með þeim svo að D-vítamín inntakan sé rétt.

 

d-vitamin 1

 

d-vitamin 2

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson