Prentmet Logo

Fréttir

Öskudagsfjör

Í dag, á öskudaginn, fengum við fullt af skemmtilegum börnum í flottum búningum til þess að syngja fyrir okkur og eins og hefð er fyrir fengu þau sætindi fyrir gjörninginn.

 

Starfsfólk Prentmets mætti í búningum og ýmsum gervum í vinnuna. Það er ekkert gefið eftir í ár en þetta er 12. árið í röð sem starfmenn gera sér og viðskiptavinum sínum glaðan dag með þessu skemmtilega uppátæki. Kosið er innanhúss um frumlegustu deildina/útibúið og búninginn og verða verðlaun veitt á fimmtudaginn. Þetta er skemmtilegur siður sem lyftir starfsandanum og kemur öllum í gott skap. Deildirnar sameinuðust um þema og í söludeild og skrifstofu var Hippaþema og hippatónlistin ómaði þar og deildin angaði af reykelsisilm og friðarmerkin sáust hér og þar og starfsfólkið var frjálslegt til fara í anda sjöunda áratugsins með hippabönd og fl. Í stafrænu deildinni var diskódansinn dansaður og Hollywoodstemmning og diskóklæðnaður. Svarthvítt þema var í forvinnsludeildinni þar sem stemmingin minnti á gömlu tímana með hjálp kertaljósa og ljúfri tónlist. Síðan mátti sjá skógarhöggsmenn, öskupoka í Prentmet Vesturlands á Akranesi og káta trúða í Prentmet Suðurlands á Selfossi.

 

 

oskudagur2015 1

 

oskudagur2015 2

 

oskudagur2015 3

 

oskudagur2015 4

 

oskudagur2015 5

 

oskudagur2015 6

 

oskudagur2015 7

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson