Prentmet Logo

Fréttir

Bolludagskaffið í Prentmet

Bolludagurinn var haldinn hátíðlegur í Prentmet í ár eins og fyrri ár og starfsmönnum var boðið uppá bollu í tilefni dagsins. Þær voru ófáar rjómabollurnar sem runnu ofaní mannskapinn og ekki frá því að nokkrir bíði spenntir eftir saltkjötinu á morgun. Við veltum fyrir okkur uppruna bolludagsins og fundum eftirfarandi texta á Wikipedia.

 

Flengingar og bolluát berst líklega til Íslands fyrir dönsk eða norsk áhrif á síðari hluta 19. aldar, líklega að frumkvæði þarlendra bakara sem settust hér að. Heitið Bolludagur er ekki þekkt fyrr en eftir aldamót og mun orðið til hérlendis. Upphaflega bárust siðirnir að slá köttinn úr tunnunni og að marsera í grímubúningum frá Danmörku fyrir 1870 en lagðist víðast hvar af eftir aldamótin. Þessir siðir héldust samt áfram á Akureyri en 1915 færðust þeir yfir á öskudaginn og hafa síðan smásaman breiðst þaðan út aftur sem öskudagssiðir. Heitið bolludagur sést fyrst á prenti 1910 en annars var dagurinn oft kallaður flengingardagur.

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson