Prentmet Logo

Fréttir

Sannur jólaandi í Prentmet á Þorláksmessu

Sannkölluð jólastemning var hjá starfsfólki Prentmets í dag á Þorláksmessu. Fyrirtækið bauð starfsmönnum sínum í jólakaffi og færði þeim gjafir frá fyrirtækinu. Allir sungu Nóttin var sú ágæt ein“ undir stjórn Ara Jónssonar prentara og söngvara.

 

Verðlaun voru veitt fyrir flottustu jólapeysuna sem var í jólapeysukeppninni sl. föstudag. Verðlaunin haut Sigrún Jóna Leifsdóttir og fékk hún gjafakort fyrir tvo á Hamborgarafabrikkuna.

 

Sungið var fyrir Fríðu sem verður 60 ára um jólin og starfsmenn færðu henni gjöf.

 

Allir fóru sáttir og glaðir í jólafrí eftir annasama daga.

 

 

Sigrún alsæl með gjafabréfið sitt!

 

Sigrún alsæl með gjafabréfið sitt!

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson