Prentmet Logo

Fréttir

Vissir þú af þessari dularfullu og spennandi listaverkabók?

Út er komin glæsileg listaverkabók eftir Arngrím Sigurðsson sem heitir „Duldýrasafnið“. Prentmet sá um prentun og bókband. Höfundur gefur bókina út og málar allar myndirnar og sér um textann sem er fenginn úr þjóðsagnasöfnum og fornritum og hefur Arngrímur fært hann í nútímalegt horf.

 

„Duldýrasafnið“ er listaverkabók sem inniheldur 34 myndir af íslenskum hulduverum. Myndunum fylgja textar úr þjóðsögum og fornritum sem lýsa útliti, hegðun og helstu einkennum duldýranna og því hvernig samskiptum þeirra er háttað við mennska nágranna sína. Myndirnar í bókinni eru olíumálverk og er þeim ætlað að varpa nýju ljósi á sérstæða veröld íslenskra furðufyrirbæra. „Duldýrasafnið“ er 80 blaðsíður, með 34 litmyndum og prentuð á vandaðan 170 gr pappír. Bókin er í harðri kápu og klædd bókbandsdúk.

 

Starfsmenn Prentmets óska Arngrími til hamingju með glæsilega bók sem er kærkomin í jólapakkann.

 

 

duldyrasafnid-1

 

duldyrasafnid-2

 

 

 

 

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson