Prentmet Logo

Fréttir

Ung og áhugasöm börn í 1. bekk heimsóttu Prentmet

Í dag heimsóttu um 30 börn úr 1. bekk Selásskóla Prentmet. Börnin langaði til þess að sjá hvernig bækur, dagatöl og umbúðir verða til. Rafn Árnason, viðskiptastjóri fór með þeim um fyrirtækið og sýndi þeim og útskýrði hvernig framleiðslan fer fram. Krakkarnir sýndu mikinn áhuga og starfsfólkið hafði gaman af því að sjá svona marga krúttmola þramma um fyrirtækið. Börnin fengu síðan ávaxtasafa og meðlæti í lok kynningarinnar.​  

 

Skólabörn heimsækja Prentmet

 

Skólabörn úr 1. bekk í Selásskóla

 

Skólabörn úr Selásskkóla heimsækja Prentmet

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson