Prentmet Logo

Fréttir

Listaverkabók eftir Eddu Heiðrúnu Backman

Prentmet hefur prentað einstaka listaverkabók sem ber nafnið „Úr fórum mínum“ eftir Eddu Heiðrúnu Backman. Í bókinni eru 60 litmyndir af málverkum sem Edda Heiðrún hefur málað með munninum. Hönnuðir bókarinnar eru Alexandra Baldursdóttir og Sunneva Ása Weisshappel. Ljósmyndun annaðist Derek K. Mundell og Sunneva Ása Weisshappel. Guðmundur Andri Thorsson sá um textagerð og Martin Regal er þýðandi enska textans. Bókin er falleg og einstök og myndirnar eru ótrúlegt sköpunaverk. Í bókinni er hægt að kynnast mögnuðum hæfileikum listakonunnar. Eins og höfundur segir í bókinni: „Það fer sama orka í að elska og skapa.“

 

 

Starfsfólk Prentmets óskar Eddu Heiðrúnu til hamingju með bókina og óskar henni gæfu og góðs gengis í framtíðinni.

 

 

Hérna er hægt að sjá viðtal við Eddu í Kastljósi um bókina á 18 mínútu þáttarins.

 

 

ur-forum-minum 1

 

ur-forum-minum 2

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson