Prentmet Logo

Fréttir

Kjörís heimsækir Prentmet

Í gær 13. nóvember fengum við skemmtilega heimsókn frá Kjörís. Bæði eiga fyrirtækin það sameiginlegt að vera metnaðarfull iðnfyrirtæki og eru fjölskyldufyrirtæki. Prentmet prentar öskjurnar undir ísinn hjá Kjörís.

 

 

Kjörís á sér langa sögu:

„Kjörís hóf starfsemi 31. mars 1969 í Hveragerði. Stofnendur fyrirtækisins voru Gylfi og Bragi Hinrikssynir ásamt Hafsteini, Guðmundi og Sigfúsi Kristinssonum. Frumkvöðlar að stofnun Kjöríss voru Hafsteinn, mjólkurtæknifræðingur, og Gylfi, véltæknifræðingur. Framleiðslutegundir Kjörís voru í upphafi núgga, súkkulaði og vanillu pakkaís ásamt frostpinnum en fljótlega bættust við vörur eins og íspinnar, toppar, boltaís og ístertur. Í dag er Kjörís í samstarfi við aðra aðila, framleiðir ís fyrir önnur fyrirtæki auk þess að vera með umfangsmikinn innflutning á nokkrum af vinsælustu ís- og klakategundum í heimi. Kjörís flytur inn ís frá Frisko í Danmörku sem framleiða t.d. Magnum ísinn sívinsæla. Kjörís flytur einnig inn hinn gríðarlega vinsæla Ben & Jerrys ís með skemmtilegu nöfnunum. Það má segja að Íslendingar séu mikil ísþjóð því ís hefur ávallt notið vinsælda allt árið um kring á Íslandi. Kjörís hefur lengi boðið upp á ís sem inniheldur aðeins tæplega 6% fitu. Kjörís kemur til móts við neytendur sína og er engin furða að Kjörísinn hafi verið í uppáhaldi hjá þjóðinni til margra ára."

 

 

Guðrún Hafsteinsdóttir markaðsstjóri Kjörís og formaður Samtaka iðnaðarins lýsti ánægju sinni með það góða samstarf sem hefur verið í gegnum árin með Prentmet. Að sögn Guðrúnar fóru allir mjög sáttir og glaðir heim eftir heimsóknina hjá Prentmet með bros í hjarta.

 

kjoris 3

 

kjoris 1

 

kjoris 2

 

kjoris 4

 

Á myndinni er Guðrún Hafsteinsdóttir ásamt nokkrum lykilstarfsmönnum hjá Kjörís og eigendum og Rúnari Gunnarssyni viðskiptastjóra í Prentmet og nokkrum lykilstarfsmönnum sem vinna á umbúðasviði.

Prentmet ehf. © 2015. Allur réttur áskilinn. | Vefhönnun: Björgvin Rúnar Valentínusson & Helgi Þór Guðmundsson